Vinnustofa Farsældarnetsins „Áföll og farsæld barna“ verður haldin þann 19. mars kl 14:00 – 16:30.
Staðsetning: Háskóli Íslands, Árnagarður – 306.
Í Vinnustofunni verða haldin fjögur stutt erindi sem fjalla um viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlesarar verða:
- Diljá Ámundadóttir Zoëga, Varaþingmaður og fyrrum fulltrúi í Skóla og frístundaráði Reykjavíkur
- Sigrún Harðardóttir, dósent í félagsráðgjöf
- Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Fagstjóri hjá Almannavörnum
- Elín Jónasdóttir, Sálfræðingur hjá Sálfræðisetrinu
Í lok vinnustofunnar er gert ráð fyrir samtali þátttakenda um stöðu rannsókna á þessu sviði og samvinnu sérfræðinga af ólíkum fræðasviðum með það að markmiði að stuðla að aukinni þekkingu á þessu mikilvæga efni og auka þverfaglegt samstarf sérfræðinga um farsæld barna. Ræddar verða eftirfarandi spurningar:
- Hvaða rannsóknir er verið að vinna um áföll og farsæld barna?
- Hvað væri mikilvægt að rannsaka á þessu sviði?
- Hvernig getum við unnið saman að rannsóknum um áföll og farsæld barna?
- Hvaða þýðingu hafa niðurstöður áfallarannsókna á stefnumótandi ákvarðanir stjórnvalda?
Við hlökkum til að sjá ykkur öll