Farsældar­netið 

Rannsóknir á farsæld barna og ungs fólks

Samstarfsnet um rannsóknir á farsæld barna

Farsældarnetið er samstarfsvettvangur fyrir fræðafólk og aðra sem hafa áhuga á rannsóknum á málefnum barna og fjölskyldna. Rannsóknir á farsæld barna og áhrifum þjónustu félags-, heilbrigðis- og menntakerfis á líf, lífskjör og lífsánægju þeirra í bráð og lengd snúast um fjölbreytileg viðfangsefni, allt frá ytra umhverfi (manngerðu og félagslegu), stofnunum sem veita þjónustu, hvernig þjónusta er veitt og hverjir veita hana, nærumhverfi, vinum og fjölskyldu barns og síðast en ekki síst beinast þær að barninu sjálfu. Megintilgangur netsins er að vekja athygli á rannsóknum sem snúa að farsæld barna og kortleggja þær barnarannsóknir sem er verið að vinna hér á landi. Auk þess er netinu ætlað að tengja saman rannsakendur og skapa vettvang fyrir þverfaglegt samtal. Farsældarnetið stendur reglulega fyrir mál- og vinnustofum, ráðstefnum og öðrum opnum viðburðum.

Viðburðir

Næstu viðburðir

A row of people sitting with notebooks in their laps
Ráðstefnur
Ráðstefna um farsæld barna – 2. Október

Miðvikudaginn 2. október verður haldin Farsældarráðstefna á vegum Háskóla Íslands og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Á ráðstefnunni verða kynntar rannsóknir sem kanna hvaða þættir hafa áhrif á farsæld barna, hvernig hægt er að mæla farsæld barna – og ábata þeirra úrræða sem eru til staðar. Dagskrá 9:00 Kaffi  9:30-10:30 Ragný Þóra Guðjohnsen (Dósent við Menntavísindasvið HÍ) og Ingimar Guðmundsson (Kynningarfulltrúi Íslensku

Lesa meira »

Liðnir viðburðir

Hervör Alma kynnir á málstofu
Málstofur
Málstofa – 25. október, 2023

Áskoranir rannsakenda sem vinna rannsóknir með börnum, Hervör Alma Árnadóttir, dósent. Áhersla á þátttöku barna í rannsóknum sem varða líf þeirra og aðstæður hefur aukist

Lesa meira »

Að tengjast rannsóknarnetinu

Gerast meðlimur Farsældarnetsins

Rannsakendur sem hafa áhuga á að vera meðlimur Farsælarnetsins geta haft samband í gegnum form hér á síðunni.

Póstlisti

Hægt er að fá tilkynningar um viðburði og upplýsingar um rannsóknir á vegum Farsældarnetsins í gegnum tölvupóst.