IceWell
The Icelandic Research-Network on the Wellbeing of Children and Families (ICEWELL)
Samstarfsnet um rannsóknir á farsæld barna
Farsældarnetið er samstarfsvettvangur fyrir fræðafólk og aðra sem hafa áhuga á rannsóknum á málefnum barna og fjölskyldna. Rannsóknir á farsæld barna og áhrifum þjónustu félags-, heilbrigðis- og menntakerfis á líf, lífskjör og lífsánægju þeirra í bráð og lengd snúast um fjölbreytileg viðfangsefni, allt frá ytra umhverfi (manngerðu og félagslegu), stofnunum sem veita þjónustu, hvernig þjónusta er veitt og hverjir veita hana, nærumhverfi, vinum og fjölskyldu barns og síðast en ekki síst beinast þær að barninu sjálfu. Megintilgangur netsins er að vekja athygli á rannsóknum sem snúa að farsæld barna og kortleggja þær barnarannsóknir sem er verið að vinna hér á landi. Auk þess er netinu ætlað að tengja saman rannsakendur og skapa vettvang fyrir þverfaglegt samtal. Farsældarnetið stendur reglulega fyrir mál- og vinnustofum, ráðstefnum og öðrum opnum viðburðum.
Events
Upcoming Events

Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna? – Dr. Anne Edwards – 16. Október 2025
Hvenær: Fimmtudagur 16. október kl 14:20-16:00 Hvar: Háskóli Íslands. Saga – Stofa S-114 Dr. Anne Edwards, prófessor emerita í menntunarfræði við háskólann í Oxford heldur erindið: Lærdómur af þverfaglegu samstarfi sem styður við farsæld barna fimmtudaginn 16. október kl. 14.30-16.00 í stofu S-114 í Sögu. Erindi Anne Edwards er hið fyrsta í fyrirlestrarröð Menntavísindasviðs og er samstarfsverkefni Farsældarnets Félagsvísindasviðs HÍ og Menntavísindasviðs.
Past Events

Áföll og farsæld barna – 19. mars
Vinnustofa Farsældarnetsins „Áföll og farsæld barna“ verður haldin þann 19. mars kl 14:00 – 16:30. Staðsetning: Háskóli Íslands, Árnagarður – 306. Í Vinnustofunni verða haldin

Ráðstefna um farsæld barna – 2. Október
Miðvikudaginn 2. október verður haldin Farsældarráðstefna á vegum Háskóla Íslands og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Á ráðstefnunni verða kynntar rannsóknir sem kanna hvaða þættir hafa áhrif

Farsæld barna og hagræn áhrif á fjölskyldur þeirra – 17. apríl
Herdís Steingrímsdóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild HÍ og dósent í hagfræði við CBS, mun fjalla um nýlegar rannsóknir sínar á áhrifum heilsu barna á farsæld fjölskyldna.
Connecting with the Research Network
Join the IceWell Research Network
For researchers who would like to join the network, please send us your details via our form.
Mailing List
To receive information about upcoming events as well as ongoing research within the network, please sign up to our mailing list.